Var ekki hægt að "meila" þessa pappíra?

Nú er taktleysið algjört orðið hjá ríkisstjórninni. - Það var svo sem hægt að fyrirgefa þetta með einkaþotuna um daginn, fyrst þau þurftu á annað borð að þvælast á þennan nató-fund, sem hafði svo sem engan tilgang. Síðan þá hafa flestir ráðherrar verið á þvælingi heimshorna á milli. - Ingibjörg Sólrún fór og brosti framan í Rice í Ameríku, talaði eitthvað um feminisma við hana, minntist sennilega ekkert á Írak eða annan yfirgang Kananna. - Nú er svo Geir komin til Kanada að skrifa undir samninga um menningarmál og fleira. Var ekki hægt að "meila" þá pappíra?- Tæknin er fyrir hendi. - Möllerinn fór til Brussell að tala máli trukkabílstjóra og viðskiptaráðherrann talar um fyrir Kínverjum á þeirra heimavelli. Aðrir ráðherrar eru eflaust einhversstaðar á þvælingi líka.

Eru ekki annars næg verkefni fyrir allan hópinn hér heima þessa dagana? -  Eða er það kannski einhver miskilningur?


mbl.is Samið um samstarf við Nýfundnaland og Labrador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta lið er bara að draga fram lífið í einhverjum öðrum veruleika en við hin...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.4.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það mætti halda að það sé farið að líða að kosningum!  Allir að taka út ferðirnar sínar á meðan þeir eru ennþá í aðstöðu til þess.

Sigrún Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mafíuforinginn á Ítalíu er sigurvegari kosninganna þar í landi en boðað var til kosninga eftir fall ríkisstjórnar Brodis. Frá stríðslokum hafa yfir 60 ríkisstjórnir setið á Ítalíu. Hvað þær eru margar hér nenni ég ekki að telja en eitt er víst að "allir" reyna ráðherrarnir að notfæra sér völd sín á meðan þeir verma stólana. Hegðan þeirra síðustu daga og vikur er til háborinnar skammar. Þeir láta eins og ekkert sé að. Ég vil einmenningskjördæmi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband