Það er yndislegt "frelsið" á fjármálamörkuðunum

Er nokkuð annað að gera fyrir íslenska fjölmiðla en að taka þennan slag? Láta á það reyna hvort þessir vogunarsjóðir eru ögrunarsjóðir eða þöggunarsjóðir í þokkabót. Hótanirnar eru ekki vegna þess að fjallað hafi verið um þessa sóðasjóði, heldur er hótað lögsóknum verði fjallað um ásakanir á hendur þeim. Þetta eru greinilega gungur sem standa að þessu og þora ekki að standa við gjörðir sínar.

Mikið er það nú yndislegt allt "frelsið" á peningamörkuðunum! - Uppfullt af hótunum og djöfulskap. - Bræðralagið í fyrirrúmi á bak við hvíta flibba og jakkaföt. - Er nokkuð í þessu, sem minnir á mafíustarfsemi? 


mbl.is Erlendir vogunarsjóðir hóta íslenskum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband