Auðvitað eigum við að láta rödd okkar heyrast í Kína

Kína, ekki Kína. Nú er Björgvin G. Sigurðsson farinn til Kína til að spjalla við Kínverja um frekari viðskiptasambönd og að treysta viðskipatengsl Íslendinga og Kínverja. Þorgerður Katrín ætlar til Kína að vera viðstödd setningu Olympíuleikanna og það þrátt fyrir að margir leiðtogar annarra landa ætli að hunsa þá samkomu.

Við Íslendingar erum ekki fjölmennir miðað við Kínverja en það segir ekki allt. Ekki erum við stærri miðað við Indverja en þeir ætla nú að heiðra forsetann okkar og þar verður hann í hópi ýmissra stórmenna frá fjölmennari þjóðum. Þannig vegur Ísland talsvert mikið í samfélagi þjóðanna.

En eigum við að hunsa Kína þessa dagana. Ekki hefur svo sem mikið breyst þar í mannréttindamálum síðustu árin, heldur batnað þó ef eitthvað er. Tíbet er sér kafli en andlegur leiðtogi Tíbeta hvetur þó til þess að mætt sé á Olympíuleikana. Auðvitað eigum við ekki að hunsa Kína frekar en önnur lönd, víða eru mannréttindi brotin, þótt af misjöfnum toga sé. Meira að segja á Íslandi að mati þar til gerðar Evrópunefndar, svo ekki sé nú talað um stórþjóðir eins og Bandaríkin, þar er víða pottur brotinn.

Nei, nei ráðherrar, hlustið ekki á úrtölur í þessum efnum. Farið til Kína sem aldrei fyrr og látið rödd ykkar heyrast. - Kínverjar eru virkir í samfélagi þjóða og hægt og bítandi batna mannréttindi þar með auknum samskiptum. Þið gerið ekkert gagn með því að mæta ekki eins og ESB ráðherrarnir. Látið frekar frá ykkur heyra og það í Kína.


mbl.is Viðskiptaráðherra fer til Kína í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála Halli, auðvitað eigum við að halda áfram að taka þátt í Ol. leikum. Árangur okkar hefur verið svo frábær þar. Að öllu gamni slepptu þá eigum við ekkert erindi á leikana nema ef að handboltalandsliðið kemst þangað. Við eigum að snúa okkur að þeim leikum sem hæfa okkur og á ég þá við Smáþjóðaleikana. Svo eru líka til Eyjaleikar sem við tókum þátt í til skamms tíma en hættum því svo þegar við urðum svo miklu merkilegri en aðrar smáþjóðir.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.4.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma. - Burt séð frá Olympíuleikum og öðrum íþróttaviðburðum þá væri fáranlegt að ætla að loka á samskipti við aðrar þjóðir þótt við séum ekki sátt við allt sem þær gera og framkvæma. Listinn yrði þá talsvert langur. Ég er nú ekki sammála þér um að við eigum bara að snúa okkur að einhverjum minni íþóttaviðburðum. Hvað með HM og EM í fótbolta, handbolta og fleiri greinum? - Nei við megum ekki vera með minnimáttarkennd í þessum efnum. Það var nú einu sinni sveitastrákur af Héraði sem lyfti Íslendingum á stall út í hinum stóra heimi í þrístökkinu.- Munum það. - Okkur æfir allt í þessum efnum.

Haraldur Bjarnason, 12.4.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

O.K. Hef ekki minnst á að loka á samskipti við aðrar þjóðir. Mér hefur lengi fundist að yfirbygging íþróttahreyfingarinnar sé farin úr böndum og tel að þeim fjármunum sem varið er til ýmissa verkefna væri betur varið til að styrkja grasrótina, svo ég tali nú ekki um að jafna ferðakostnað, en það mál er nú fyrst að komast á koppinn á 21. öldinni. Auðvitað man ég eftir sveitastráknum af Héraði og ég man líka vel eftir honum og Da Silva í Atlavík.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 08:11

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarna get ég verið sammála í einu og öllu . Eru ekki oft álíka margir eða fleiri í fylgdarliði en keppendur?

Haraldur Bjarnason, 13.4.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Kannski ekki fleiri en of margir. Þeir nota tímann erlendis til að leika golf á meðan keppendur eru að!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband