Enginn trúir lengur spámönnum Seðlabankans

Hver spekingurinn af öðrum úr öllum stéttum gagnrýnir nú spár Seðlabankans og menn leggja til að skipt verði um mannskap í brúnni þar. - Þarf nokkurn að undra? - Spár og gjörðir Seðlabankans hafa einhfaldlega ekki verið að ganga upp og þeir spekingar sem sitja í höllinni, sem reist var á grunni Sænska frystihússins og utan í Arnarhólnum, hafa ekki reynst þeir spámenn sem þeir þykjast sjálfir vera. Helsta sýnilega snilldarráð þeirra; stýrivaxtahækkunin, virkar ekki í íslensku hagkerfi. Það er löngu vitað og marg oft búið að sýna sig.

Nú þarf að skipta um mannskap á þessu elliheimili stjórnmálamanna eða þá bara að koma Seðlabankanum fyrir í einhverri skúffu á sama hátt og hann gisti í hjá Landsbankanum áður fyrr.


mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....örugglega ekki af hálfu Seðlabankans.

Haraldur Bjarnason, 11.4.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband