Var þá allt hitt vitlaust reiknað líka?
11.4.2008 | 07:20
Auðvitað hlýtur það að vera fagnaðarefni, sem kemur nú fram, að sú umdeilda Kárahnjúkavirkjun skuli framleiða meira rafmagn en reiknað hafði verið með. Það hlýtur að vera öllum til hagsbóta og vega á móti auknum kostnaði við virkjunina, eins og verkfræðingur Landsvirkjunar bendir á. Hann nefnir líka nokkrar ástæður. Allt hluti, sem reiknaðir höfðu verið lægri en reyndin varð.
Hins vegar vakna við þetta spurningar um hvort allt annað, sem reikna þurfti við þessa framkvæmd hafi verið rétt reiknað, fyrst hægt var að reikna þetta vitlaust. Hvað með stífluna, stærsta mannvirki Íslandssögunnar? - Var allt rétt reiknað er hana varðar? - Hvað með útreikninga varðandi áhrif Hálslóns á umhverfið? ..... og svona mætti lengi spyrja. - Tíminn einn leiðir í ljós hvort rétt var reiknað á þessum sviðum, en sennilega er of seint að reikna mörg þessara atriða upp á nýtt núna.
Myndin sýnir Kárahnjúkastíflu í byggingu.
Raforkan er umfram væntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.