Gott innlegg Kidda Jóh. í jarðgangaumræðu

Gott var að heyra í Kristni V. Jóhannssyni á Norðfirði í hádegisfréttum RÚV í dag vegna hugmynda um að nýta risaborinn við jarðgangagerð í Austfjarðafjallgarðinum. Greinilegt að Kiddi er ekki alveg sestur í helgan stein. Gaman að heyra í þessum gamla baráttujaxli á ný. - Hann benti á að verktakar væru að kanna sameiginleg kaup á bornum. Nú er spurningin hvort verktakar og sveitarfélög á Austurlandi eiga ekki bara að sameinast í að tryggja borinn og koma þessu verki í framkvæmd. Ef talan sem Kiddi nefndi, 500 milljónir, er sú sem borinn kostar með endurnýjun borkrónu er rétt, þá eru það smámunir í samanburði við margt sem við sjáum í dag. Það hlýtur að vera hægt að fjármagna það þrátt fyrir allt krepputal.

Hlutirnir virðast gerast með hraða snigilsins hjá Vegagerðinni, það hefur alþjóð séð að undanförnu og ekki er hraðinn meiri hjá stjórnvöldum. - Takið því af skarið austfirskir sveitarstjórnarmenn! - Leitið samstarfs við verktaka og aðra sem koma þurfa að þessu og tryggið stóra borinn til jarðgangagerðar í Austfjarðafjallgarðinum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ætla Austfirðingar að gera þessi jarðgöng í einkaframkvæmd og innheimta veggjald, verður eiginlega að vera til að komast undan útboðs skildu laga.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.4.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef svo verður þá þarf Vegagerðin að halda fjallvegunum opnum áfram, en þetta er ábyggilega eitt af því sem þarf að skoða. Það er svo sem ekki allt boðið út, þótt menn hafi haft hátt skylduna í þeim efnum núna vegna reykjanessbrautarinnar. Veit ekki betur en Hraunaveitur ehf í eigu Landsvirkjunar hafi tekið við stóru verki án útboðs.

Haraldur Bjarnason, 11.4.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott ef menn geta yljað sér við fyrirgreiðslu drauma fortíðar

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.4.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband