Eldur í turninum! - Hvar var Tópías?
10.4.2008 | 08:30
Eldur í Turninum, kannski ekki alveg, en í einhverri ókláraðri hliðarbyggingu. Eldur í eða við svona háhýsi er ekkert gamanmál og einn af fjölmörgum göllum, sem fylgja byggingu svona turna. Raunar er erfitt að skilja hvers vegna verið er að byggja svona háhýsi á Íslandi. Þau eru ljót, veðurfarslega slæm og á allan hátt til vandræða. Svona byggingar eru kannski skiljanlegar í löndum, þar sem plássið er lítið, en tæplega hér á landi.
Kópavogur minnir mann annars svoldið orðið á Kardemommubænum. Ætli Tópías hafi verið í turninum, þegar kviknaði í og hvar var Bastían? - Hann er að vísu bæjarfógeti í Kardemommubænum en staðgengill hans í útliti og háttum er hins vegar bæjarstjóri í Kópavogi.
Ekki miklar skemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.