Látum hann bora sig til skips.

Gaman verður að fylgjast með hvað kemur út úr úttektinni, sem sveitarfélögin á Austurlandi eru að láta gera um möguleika þess að nota stóra borinn, sem nú er að ljúka hlutverki sínu vegna Kárahnjúkavirkjunnar. Ef hún verður jákvæð er komið að alþingismönnum og hvort einhverju er hægt að hnyka um áður gerðar áætlanir og hvort ríkjandi skammsýni um gangagerð verður ráðandi.

Í fréttinni kemur fram að til að ná hagkvæmni þurfa göng fyrir svona tæki að vera að lágmarki 4-6 kílómetra löng og til að hann nýtist sem best er gott að unnt sé að keyra hann á milli verkefna á spori. Hann virðist því hannaður fyrir Austfjarðagöng. - Það þarf ekki annað en líta á landakort til að sjá að þetta liggur á borðinu

Það þarf hvort er eð að flytja þetta mikla tæki að skipi til útflutnings og auðvitað er snjallast að láta hann bora sig þangað. Byrja á Héraði til Seyðisfjarðar, þaðan til Mjóafjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, þar sem hann getur farið í skip og verið fluttur til frekari framkvæmda hér á landi eða í öðrum löndum. Hann einfaldlega keyrir á spori fyrir botn hvers fjarðar og tætir sig svo í gegnum fjöllin. Þetta er verkefni næstu ára og heildarlengdin er bara brot af því sem búið er að bora vegna Kárahnjúkavirkjunar. Raunar má segja að svona göng séu eðlilegt framhald virkjunarframkvæmdanna.

 


mbl.is Heilborun vegganga möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Alveg sammála þessu!

Þorgeir Arason, 10.4.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Man að einu sinni var rætt um T göng, þar sem tenging væri frá Mjóafirði til Héraðs.  Væri ekki nær að fara annað hvort beint frá Héraði til Norðfjarðar, þar sem helstu stjórnsýslustofnanir fjórðungsins eru á Héraði og á Norðfirði. Nú eða til Eskifjarðar, þá væri styttra fyrir fólk af héraði að komast í vinnu hjá Alcoa á Reyðarfirði, ef Fagridalur væri ófær.   Ég velti fyrir mér af hverju Hérað-Firðir ætti að tengjast til Seyðisfjarðar?

Gísli Gíslason, 10.4.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og svo úr því járnbrautarsporin væru komin á annað borð, þá höldum við þeim og rekum "Metro" í Fjarðabyggð. Eða "Fjarðó"

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gísli, ef við skoðum landakortið með tilliti til þess að borinn fari á teinum milli ganga. Þá er þetta beinasta leiðin; Hérað, Seyðisfjörður, Mjóifjörður, Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður. Göngin sem þú talar um og komu fyrst í umræðuna fyrir um 30 árum miðuðust við að tengja firðina við Hérað með göngum úr Mjóafirði í Slenjudal en þá var ekki verið að tala um svona heilborun. Varðandi Seyðisfjörð, þá liggur beinast við að með svona bor yrði tengt beint milli Seyðisfjarðar og Héraðs en ekki þessa tengingu úr Mjóafirði í Slenjudal. - Þetta er eiginlega beinasta leið sem til er milli Héraðs og Norðfjarðar.

Haraldur Bjarnason, 10.4.2008 kl. 09:24

5 Smámynd: Hr. Z

Réttast væri að fara með borinn hringinn í kringum landið og bora þau göng sem þarft og skylt er að bora á hverjum stað.  Tel samt réttast að byrja þar sem umferðin er mezt, og það er í Reykjavík.  Sundagöng strax takk!

Fæ ekki enn skilið þá endemis fásinnu að skilja annan hinna boranna eftir inni í fjalli og moka yfir.  Þó hann hafi verið gamall og lúinn hefði vel mátt nýta hann í gangnagerð á Héraði og víðar.

Hr. Z, 10.4.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hr. Z - Við erum að tala um að nýta þennan bor um leið og hann verður fluttur af hálendinu. Svo getur hann farið sjóleiðina hvert sem er. Jafnvel notast til gangagerðar undir Sundin í landnámi Ingólfs eða í ný Hvalfjarðargöng. Það sem er gamalt og lúið nýtist hinsvegar ekki í gangagerð á Héraði og víðar.

Haraldur Bjarnason, 10.4.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef markmið stjórnvalda væri að hjálpa Austfirðingum eitthvað sérstaklega þá hefðu þeir gert umræddar vegabætur fyrir löngu síðan. Reynslan frá Vestfjörðum hefur sýnt fram á gagnsemi slíkra framkvæmda fyrir mannlíf og uppbyggingu með ótvíræðum hætti. Fyrir austan myndi slík framkvæmd vera mun meiri innspýting fyrir byggðirnar á svæðinu heldur en virkjun og Álver munu nokkurntíma gera þar sem afurðirnar ásamt hagnaðinum af því eru að mestu leyti flutt beint úr landi. Jarðgöng um Austfirði er eitthvað sem myndi nýtast fólkinu sem þarna hefur búið allt sitt líf, á meðan stóriðjuframkvæmdir þjóna fyrst og fremst hagsmunum erlendra auðhringa sem fá hér ódýrt rafmagn og "grænleitan" stimpil á framleiðsluna ókeypis. Það að menn hafi einfaldlega gert ráð fyrir því að taka borinn í sundur og pakka honum niður í skip til útlanda segir ansi mikið um það hvar áherslurnar liggja, eða réttara sagt hvar þær liggja ekki. Ef Austfirðingar hafa sjálfir áhuga á að fá göng, þá hlýtur það að bera vott um andvaraleysi eða skammsýni að að þeir séu ekki ekki löngu búnir að stofna félag og safna fjármagni til að gera tilboð í borinn. Ég er hinsvegar mjög hlynntur því að borinn verði látinn "bora sig til sjávar" eins og menn eru farnir að segja á léttum nótum. Slík notkun yrði augljóslega hagkvæm og myndi því borga sig upp á nokkrum árum, t.d. væri hægt að gera samkomulag við ríkið um veggjald eins og reynst hefur vel í Hvalfjarðargöngum. En svona framkvæmdir þurfa talsverðan undirbúning og hætt við að ef menn drífa sig ekki núna strax muni þeir annað hvort missa tækið úr landi eða þurfa að láta það standa óhreyft með tilheyrandi tapi á meðan undirbúningur stendur yfir. Ég vil meina að nú sé einmitt tækifærið fyrir Austfirði að ná raunverulegrum hagsbótum til almennings út úr þeim umdeildu stórframkvæmdum sem þarna hafa átt sér stað undanfarin ár, og að miklu leyti undir þeim sjálfum komið hvort það verði að veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2008 kl. 10:15

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir góð innlegg í þessa umræðu. Austfjarðagöng eru nauðsynleg, en hvort títtnefndur bor verður notaður við gerð þeirra eða ekki, kemur bara í ljós. Margt bendir til þess í dag að slíkt sé raunhæft en málið er enn í skoðun. - Göngin koma, þótt síðar verði. - Hins vegar vil ég benda ykkur á athyglisverða færslu um þetta mál á allt öðrum nótum á bloggsíðu Atla Rúnars Halldórssonar www.attilla.blog.is - Því miður leyfir hann ekki að skoðanir um færslur séu viðraðar á síðunni. - Það er hans mál. - Mér finnst hinsvegar fyrirsögnin á færslunni lýsa innihaldinu fullkomlega: "Bull um bor".

Haraldur Bjarnason, 11.4.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband