Mathiesen og Möllerinn hógværari en Haarde
8.4.2008 | 13:58
Þau eru ólík ummælin sem ráðherrarnir viðhafa um atvinnubílstjóranna sem verið hafa í andófi að undanförnu. Árni Mathiesen og Kristján Möller virðast líta á málin með skilningi og á þeim má skilja að málin séu í vinnslu. Geir Haarde hins vegar hreytir bara út úr sér einhverju um lögbrot og að ekki verði farið að kröfum svona manna. Svolítið hrokafullt en eflaust finnst honum mennirnir hafa unnið til þess. Aðspurður tók Árni þó undir orð Geirs, en það verður nú bara að flokkast sem hollusta við formanninn.
Viðbrögð atvinnubílstjóra eru líka svolítið misjöfn. Þeir virtust nokkuð sáttir á Egilsstöðum og Akureyri eftir viðtöl við samgönguráðherra en þessu er öfugt farið með talsmann bílstjóra syðra. Hann virðist á engan hátt sáttur við nein svör. Hverju hann bjóst við, veit maður ekki. - Hins vegar er það þannig að svona gerast kaupin á eyrinni, stjórnarapparatið er seinvirkt í eðli sínu.
Andóf bilstjóranna hefur þrátt fyrir allt haft sitt að segja. Olíufélögin hafa í það minnsta tekið við sér og lækka nú verð um leið og tækifæri gefst. - Stjórnmálamennirnir vita kröfur þeirra, það er byrjunin, svo er að sjá hvað þeir vinna úr því og almenningur í landinu, sem staðið hefur með trukkamönnum fram til þessa, sér að það hefur áhrif að "hafa hátt". - Hvort eitthvað græðist á því fyrir bílstjórana að halda áfram þessu strögli, er annað mál.
Árni: Gerist ekkert á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mótmæli almennings í því formi sem mótmæli bílstjóra hafa verið undanfarna daga eru nýlunda hér á landi.
Vonandi verður þetta til þess að virkja almenning í framtíðinni til mótmæla þegar þess gerist virkilega þörf.
Við höfum látið stjórnvaldsaðgerðir ganga yfir okkur athugasemdalítið fram til þessa eins og þau væru einhver náttúrulögmál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.4.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.