Bíða þess að kaupkröfur og verð lækki, skemmtilegar væntingar!

Í frétt mbl er haft eftir forstöðumanni Vinnumálastofnunar á Austurlandi að atvinnulífið á Austurlandi hafi styrkst og dafnað í kjölfar allra framkvæmdanna, sem þar hafa verið á síðustu árum. Atvinnuleysi hefur þó eitthvað aukist, eins og vænta mátti, en ennþá vantar þó iðnaðarmenn og fólk til starfa við skóla, félagsþjónustu og sjúkrahús. - Nokkuð dæmigert er það ekki? - Þessar undirstöðu stéttir hafa eflaust ekki fylgt álverslaunum og því ekki eftirsóknarvert að sækja í þessi störf.

það er athyglisvert að sjá að Egilsstaðir og Eskifjörður eru meðal þeirra staða sem mest hafa atvinnuleysið. Báðir þessir staðir eru í seilingarfjarlægð frá álverinu og það ætti því að koma þeim til góða. Kannski er þetta vegna þess að á þessum stöðum hefur íbúum fjölgað en annarsstaðar fækkað, ef Reyðarfjörður er undanskilinn. Á Borgarfirði eystra una svo menn glaðir við sitt í fámenninu, allir með vinnu.

Þó er eitt, sem vekur athygli umfram annað í ummælum forstöðumannsins. Hin alræmda skepna "markaðurinn" bíður átekta eftir að kaupkröfur og verð lækki frá því sem verið hefur. Sem sagt að allt fari í sama gamla farið. Austurland verði láglaunasvæði aftur með verðlaust húsnæði. Skemmtilegar væntingar sem þessi persóna markaðurinn hefur, eða hitt þó heldur.


mbl.is Atvinnulífið á Austurlandi hefur styrkst og dafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Geri ráð fyrir að hún sé að tala um jarðvinnuverktakana á Fljótsdalshéraði, þeir hafa haldið samstöðu sinni á þessu sviði, lifað á láglaunastefnu í gegn um tíðina og getað boðið i verk á þeim forsendum, menn ná svo upp launum með löngum vinnudegi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.4.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband