Gott skref í átt til alvöru flugvallar

"Hreinir" Austfirðingar aufúsugestir í Evrópu. - Svolítið góð fyrirsögn á frétt og auðvitað hvarflar fyrst að lesendum hvort eitthvað sé til af svoleiðis fyrirbærum. Þeir hafa jú meira eða minna verið að vinna í einhverjum skít að undanförnu; virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum. Þegar betur er að gáð er þetta einungis líkingamál og verið að lýsa bættum aðstæðum á Egilsstaðaflugvelli með tilkomu nýs komusalar í flugstöðinni þar.

Þessi nýi salur er gott skref í þeim áfanga að gera Egilsstaðaflugvöll að fullkomum alþjóðaflugvelli og millilandaflugvelli. Allar aðstæður eru til staðar. Landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur á góðum stað til þessa hlutverks. Aðflug gott og "vítt til veggja". Hann er á öðru veðurfarssvæði en Keflavíkurflugvöllur og því er oftar en ekki gott að lenda þar þegar Keflavíkurflugvöllur lokast. Í fréttinni kemur líka fram að tveir þriðju alls millilandaflugs er þegar með völlinn bókaðann sem varaflugvöll.

Færeyingar hafa fyrir löngu uppgötvað þetta og flugfélagið þeirra sendir þotur sínar oftar en ekki til Egilsstaða þegar hætta þarf við lendingu í Færeyjum, enda stutt að fara.

Nú þarf að fullkomna verkið, lengja flugbrautina þannig að allar þotur, sem lenda þurfa hér á landi, geti tekið á loft þaðan fulllestaðar. Hún er nú þegar það löng að geta þjónað flestum vélum og nefna má sem dæmi að þegar "beint" fragtflug var frá Akureyri þurfti stundum að lenda á Egilsstöðum til að bæta á eldsneyti, því fullestuð fragt og farmi gat vélin ekki farið á loft frá Akureyri, enda aðstæður þar landfræðilega til muna verri en á Egilsstöðum. Fyrir nokkrum árum var haldinn utanríkisráðherrafundur Norðurlanda á Egilsstöðum og þá gátu ráðherrarnir og fylgdarlið lent sínum þotum á Egilsstöðum svo ekki ætti að vera til vandræða fyrir okkar æðstu embættismenn að lenda þar á einkavélunum.

Salurinn sem nú var tekinn í notkun hefði þurft að vera kominn þegar stórframkvæmdirnar hófust eystra en framkvæmdum við flugvöllinn var ítrekað frestað af stjórnvöldum. Nú er hann kominn og klára þarf verkið.

egilsstadir-juni 005Á myndinni sést færeysk farþegaþota á Egilsstaðaflugvelli


mbl.is „Hreinir“ Austfirðingar aufúsugestir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband