"Hratt upp - hægt niður" reglan horfin?

Andófið hjá atvinnubílstjórum er að virka. Það er greinilegt. Olíufélögin ætla sko ekki að láta taka sig í bólinu núna með að lækka ekki verð á eldsneytislítranum þegar gengi krónunnar hækkar. Þetta er alveg nýtt og þeir hjá Neinum eiga hrós skilið fyrir að ríða alltaf á vaðið. Hinir koma örugglega á eftir og það samráð er vel þegið hjá landsmönnum. - Kannski hefur þetta orðið til þess að reglan um að verðið fari hratt upp en hægt niður, sé liðin undir lok.

IMG 0494


mbl.is N1 lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þó bílstjórar séu háværir hef ég ekki alveg trú á að það sé að virka á gengi og vístölur á erlendum mörkuðum

Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt er það en það virkar á olíufélögin, þau eru farin að gera það sem ekki tíðkaðist áður að lækka verð strax.  Venjan hefur verð að hækka strax en sjá til með lækkanir.

Haraldur Bjarnason, 7.4.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband