Aldrei gert svo dimm él að ekki birti aftur

Veðurminni fólks er með minnsta móti og hefur jafnvel minnkað á síðustu árum ef eitthvað er. Oftar en ekki heyrist orðið talað um vorkomu á útvarpsrásum í mars og byrjun apríl. Fólk á þeim bæjum jafnvel undrandi á því að vetur skuli ríkja enn. Þetta hefur verið talsvert áberandi að undanförnu og líklega spilar þar inn í hve páskarnir voru snemma þetta árið. Auðvitað fer vorið fyrr af stað á suður- og suðvesturlandi en annars staðar á landinu og ekki hefur þótt tiltökumál þótt vetrarhret komi í maí á síðustu árum á Norður- og Austurlandi. Veturinn hefur bara ekkert verið harður, eins og oft er hamrað á. Aðeins í meðallagi. En sól hækkar á lofti og í dag er besta veður á Austurlandi, fimm stiga frost og stilla. Snjór er yfir öllu en sólin hátt á lofti. Allt hefur þetta sinn tíma og vorið kemur örugglega fyrr en varir. Eða eins og maður sagði: "Það hefur aldrei gert svo dimm él að ekki birti aftur".
mbl.is Beðið eftir gróanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek þetta skammlaust til mín.  Það er komið vor í Evrópu, en þar sem ég ólst upp, var "vorið" stutt, því vetur konungur teygði sig yfirleitt inn í sumarið.  Snjóaði stundum í fjöll í Júlí.

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur nú verið töluvert kaldara en í meðalári síðustu vikurnar og snjóalög á láglendi þaulsetnari en mörg undanfarin ár. Vissulega er von á hreti fram eftir öllu vori, en þetta hret hefur staðið full lengi finnst mér  

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...þetta meðalár já....það er nú meira árið. - Erum við ekki alltaf vitlausu megin við það? - Kannski er þetta bara svo að veðurfar getur ekki verið að meðaltali gott, frekar en að mannfólkið hafi það að meðaltali gott. - Ég hef bara aldrei lent í þessu meðalveðri. ...það er bara annaðhvort blíða eða bylur.

Haraldur Bjarnason, 5.4.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún! - Þarna er kannski skýringin á að mitt fólk flutti í stórum stíl frá Suðureyri.

Haraldur Bjarnason, 6.4.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já Haraldur, kannski, veit ekki hver skýringin var, en mér skilst að það hafi verið mikil eftirsjá af Hallbjarnar fólkinu, en það var fyrir mitt minni.  Miðað við þau brot úr endurminningum Hallbjarnar, sem ég hef lesið í Súgfirðingablaðinu, virðist hann hafa haft sterkar taugar til þorpsbúa og þótt vænt um þennan fjörð.....eins og mér, en mín nánasta fjölskylda er öll  flutt þaðan.

Sigrún Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband