Hvernig væri að beygja nú nöfnin rétt?

"Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Ólöfu......." - Hverslags íslenskukunnátta er þarna á mbl.is og þetta er búið að standa svona á forsíðunni í hálftíma. Reynið nú að beygja þetta rétt og setja svo fréttina inn aftur.....vonandi gengur þessi björgunarleiðangur á Esjuna vel.
mbl.is Fólk í sjálfheldu í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn eru stundum að flýta sér. Sýnist fréttin upphaflega hafa verið skrifuð: "Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu" en svo hefur orðinu "upplýsingafulltrúa" verið bætt inn í og gleymst að lagfæra beyginguna á heiti sjálfs félagsins í kjölfarið.

Það sem er hins vegar alvarlegra er að fólk er hætt að kippa sér upp við þetta. Það eru helst svona nöldurseggir á okkar reki sem fetta fingur úr þetta. Sumar þýðinganna á erlendum fréttunum á mbl.is fengju mig til að reyta hár mitt ef því væri fyrir að fara.

Vonum að Eyjólfur hressist!

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Satt segirðu Siggi. Það eru svona steinrunnir sérvitringar á íslenskt mál, sem taka eftir þessu. En líklega er þetta skýringin á þessu upplýsingafulltrúa hefur verið bætt inn í. - Það er samt ótrúlega mikið um klúður á öllum sviðum í þessum vefmiðlum - habbbbbðu það sem best, kveðja.

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nú er búið að laga hluta af þessu en alls ekki allt....samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landbjörgu, Ólöfu......" engu skárra. - úpps!

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 16:41

4 identicon

Æj segiði mér hvernig á að beygja þetta...ég sé ekki sjálf villuna í leiðréttingunni....

tótalí (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eignarfallið af Landsbjörg er Landsbjargar. Þannig að þarna á að standa: Slysavarnafélgsins Landsbjargar.  

Haraldur Bjarnason, 7.4.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband