Verkalýðsfélögin ýta við stjórnvöldum

Verkalýðsfélögin eru nú farin að senda smá vakningarpóst til stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í efnahagsmálum þjóðarinnar. Húsvíkingar segja í sínum skilaboðum að verkafólk hafi ekki borð fyrir báru til að mæta þeim hækkunum, sem dunið hafi á því að undanförnu. Þá er bent á að launahækkanir, sem samið hafi verið um í febrúar séu farnar og gott betur. Í sama streng tekur stjórn Afls, starfsgreinafélags á Austurlandi, en frétt um samþykkt hennar er líka hér á mbl.is. Stjórnin hvetur Starfsgreinasambandið til aðgerða svo verja megi kaupmáttinn.

Hinn almenni launamaður á ekki sök á þeim hækkunum verðlags sem verið hafa að undanförnu og ekkert lát virðist á. Ekki er hægt að kenna vísitölutryggingu launa um núna eins og vinsælt var í eina tíð. Launamaðurinn þarf hins vegar að taka á sig allar þessar hamfarir, þótt af annarra völdum séu. Hann er ekki spurður um hvort lánin sem hann tekur vegna íbúðakaupa séu vísitölutryggð, gengistryggð eða ekki. Hann hefur ekkert val ætli hann sér að eiga þak yfir höfuðið. Ekki stjórnar hann verðlagi á öðru, þar með töldum matvörum. Það ræðst af stærstum hluta af gengisþróun+erlendum kostnaði+öðrum kostnaði, líklega innlendum. Ef til vill ræðst verðlagið líka af græðgi og von um skjótfenginn gróða í skjóli gengislækkunnar. Síðast en ekki síst treysta þeir sem verðlagi stýra á langlundargeð almennings. Það virðist hins vegar á þrotum núna, ekki bara hjá atvinnubílstjórum, sem hafa riðið á vaðið heldur hjá almenningi í öllum stéttum þjóðfélagsins. -Stjórnvöld sitja svo bara hjá og sjá til. - í besta falli er málið sett í einhverja værukæra nefnd.


mbl.is Gagnrýna afskiptaleysi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég tek ofan fyrir embættismönnum sem þora að gera eitthvað eins og þeim þarna fyrir norðan og austan

Glanni (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband