Fáum við hraða snigilsins í hækkunum eins og lækkunum?

Auglýsingarnar frá IKEA um að þar sé enn sama vöruverð og í bæklingnum frá versluninni í haust hafa vakið athygli. Nú kemur fram að Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands hafi séð ástæðu til að þakka Þórarni Ævarssyni framkvæmdastjóra IKEA fyrir þetta framtak. IKEA-stjórinn segist vonast til að fleiri fylgi þessu fordæmi og þar er án efa allur almenningur sammála honum.Ikea selur bíla

Tilhneigingin til að hækka strax verð til almennings en sjá til með lækkunina hefur verið mjög rík í gegnum árin. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi hjá olíufélögunum eftir að allt verðlag á eldsneyti varð frjálst, en svo var ekki í eina tíð og hægt að ganga að sama verði á eldsneyti hvar sem var. Spurning hvort það er eitthvað verra fyrir notendur eldsneytis, þegar upp er staðið, þó svo að markaðslögmálin segi annað.

IKEA hefur alla tíð verið með lágt vöruverð á dagskránni og stofnandinn þekktur sem sparsamur og hagsýnn auðmaður. Nú sýnir þetta sænskættaða fyrirtæki ákveðið fordæmi, sem aðrir ættu að læra af. Á IKEA bænum er ýmislegt selt sem heimilið þarf á að halda og hægt að fá sænskar kjötbollur í matsölunni. Húsgögn og stærri hlutir fást ósamsettir en hvort bílar verða einhvern tíma á boðstólum er ekki víst. Hinsvegar er myndin sem fylgir hér með ágæt og rétt að taka fram að sexkantar fylgja. - Góð lausn á bílamálunum og kannski ódýrara að flytja þá inn fyrir vikið.

Fordæmi Neins í gær að lækka eldsneytisverðið umtalsvert í smá tíma var ágætt, svo langt sem það náði, fleiri fylgdu þar í kjölfarið. - Nú hljóta verslunareigendur og aðrir, sem selja innflutta vöru, að staldra aðeins við og bíða með hækkanir, það hlýtur að vera hægt í smá tíma á meðan við sjáum hvað gerist í efnahagsmálunum. Sanngjörn krafa hlýtur að vera að sami hraði sé á verðhækkunum og verðlækkunum, þar sem hraði snigilsins hefur ráðið ríkjum.


mbl.is Telur fleiri munu slást í lið með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er "Sanngjörn krafa" en eitthvað sem mun aldrei gerast. En það fáranlegasta í þessu er þegar verzlanir hækka verð á vöru sem var keypt inn á "gamla" genginu.

Og svo er hægt að fá bíla ósamsetta, man eftir frétt um það fyrir 6-7 mánuðum.

Andrir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er með bílana er ágætis djók, en held ég það þurfi nú talsverðan fjölda af sexköntum í þetta dæmi og dyggðu ekki sexkantar einir og sér.

Haraldur Bjarnason, 3.4.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband