Var kannski nóg að senda borðfána?

Er ekki búið að vera óþarflega mikið fár út af þessari þotuferð ráðherranna og fylgdarliðs? - Einhverjir þingmenn voru uppteknir af þessu í dag og svo hefur vefsíðan visir.is verið með margar fréttir um þetta. Nú kemur fram að fundarhöld vegna fjármála þjóðarbúsins hafi meðal annars orðið til þess að ekki var hægt að fara með áætlunarvélum. Þá hefur komið fram að ekki sé víst að kostnaðurinn sé mikið meiri þegar upp er staðið. Það er jú ekki flogið beint héðan til Búkarest og því svolítið tafsamt að komast þangað. Því fylgir kostnaður.

Einhverjir þingmenn höfðu orð á því að þetta væri ekki umhverfisvænn ferðamáti og vel má vera að það sé rétt en ætli sömu þingmenn hafi ekki komið einir til vinnu sinnar á einkabílnum í morgun? Ekki er ólíklegt að 63 misjafnlega eyðslufrekir bílar hafi flutt þingheim til vinnu í morgun. Þessi hópur kemst allur í einn strætó. - Svona má lengi hringla með þetta í umræðunni.

Hitt er annað mál, sem ekki hefur verið í fjölmiðlunum. - Var einhver þörf fyrir utanríkisráðherra og forsætisráðherra að fara á þennan Nató fund? - Það hefði kannski nægt að senda einhverja sendiherra eða starfsmenn úr utanríkis- og forsætisráðuneytum. Eða kannski bara að senda borðfána, eins og Pétur Einarsson sagði þegar hann var flugmálastjóri í eina tíð, að væri oft á tíðum nóg.   


mbl.is Ferðamáti gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borðfáninn var meira en nóg svo hefur manni skilist á Geir að hann ætli eiginlega ekki að gera neitt þannig að per se liggur honum ekkert rosalega á... úps ég var búinn að gleyma hinni óvæntu bjarnargildru sem hann ætlar að leggja fyrir óprúttna, hann verður að flýta sér í það dæmi. ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta lyktar fyrst og fremst af VG nöldri. En það er allt í lagi að kostnaðurinn liggi uppi á borðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það var nú að koma ný frétt um einhverjar 100-200 þúsund krónur sen þetta kosti meira en með áætlunarflugi. Hvort það er heildarkostnaður eða bara flugið, veit ég ekki, en ég held að fyrst á annað borð var farið í þessa ferð þá sé þetta örugglega hagkvæmasti og besti kosturinn.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband