Fyrirsagnarklúður hjá mbl

Það hlaut að vera eitthvað bogið við þessa fyrirsögn á fréttinni hér á mbl.is fyrr í dag um að ÍAV ætlaði að ekki að bjóða í fleiri verk á Austurlandi. Maður trúði því nú ekki að ÍAV ætlaði ekki að taka þátt í verkefnum þar, kæmu þau upp. - Nú hefur fyrirtækið sent frá sér ítarlega yfirlýsingu um starfsemina á Austurlandi í kjölfar þessa fyrirsagnaklúðurs, þar sem fram kemur að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn lífvænlegt á Austurlandi. Enda hefði neikvæð yfirlýsing í þessum efnum aðeins hitt fyrirtækið sjálft fyrir, því enn hefur það talsverðra hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði eystra. Annars vísa ég að öðru leyti til fyrri færslu minnar um þessi mál í morgun.
mbl.is ÍAV harmar val á fyrirsögn á forsíðufrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Hvernig er þetta eiginlega. Er ekki lengur hægt að treysta á Moggann. Ætli Styrmir viti af þessu!

Eysteinn Þór Kristinsson, 3.4.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....var raunar búinn að sjá þetta fyrir eins og sést í fyrri færslu.....mogginn lýgur aldrei....bara smá klúður....jú jú Styrmir les bloggið mitt!!!

Haraldur Bjarnason, 3.4.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband