Smá skil á því sem oftekið hefur verið

Snjallt hjá N-einum að lækka nú eldsneytisverðið þó ekki sé nema í einn dag. Samt hefur maður grun um að nú séu þeir bara að selja gamlar birgðir á raunvirði. Það tekur nefnilega alltaf einhvern tíma að koma þessu eldsneyti hingað til lands. Hins vegar hækkar verðið alltaf um leið og eitthvað gerist í verðinu út í heimi, þannig að neytendur eru alltaf að greiða hækunina fyrirfram. Borga nýtt verð löngu áður en eldsneyti á því verði kemur til landsins. Eldsneytishækkun hér á landi kemur því ekki sem eðlileg afleiðingþess sem er að gerast úti í heimi, eins og ætti að vera. Þeir hjá N-einum eru því bara að skila einhverju smá af þessu til baka í dag. - Ástæða til að þakka þeim fyrir samt og nú mega hin félögin fara í "samráð", öllum að meinalausu.
mbl.is N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar

Getur einhver sagt mér hvað bensínverðið var hjá N1 í gær?

Gunnar, 2.4.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef ekki hugmynd. Held samt að þeir hafi ekki hækkað það um 26 krónur í gær !

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...úpps....þetta var nátúrlega fáranlegt svar. Hann hlýtur að hafa kostað 154,40 fyrst hann kostar 129,4, samkvæmt fréttinni.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 10:58

4 identicon

Það er eins og olíufélögin eigi ekki fyrir innkaupum á bensíni eða olíu, neytendur alltaf látnir borga hækkanir fyrirfram! En gott framtak hjá N1 þó þetta sé nú bara dropi í hafið.

Andrir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:04

5 identicon

Mér skilst að eldsneytisbyrgðir olíufélaganna sé fjármagnaðar að mestu leiti með erlendum lánum þannig að það er ekkert skrítið að gengisbreytingar skili sér út í verðið strax. 

Hinsvegar er ekki hægt að réttlæta það þegar breytingar á heimsmarkaðsverði hafa strax áhrif á útsöluverð.

Balsi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í raun skiptir engu hvort birgðirnar eru fjármagnaðar með erlendum lánum. Hækkanirnar geta ekki skilað sér hingað með þeim leifturhraða sem þær hafa gert, hvorki hækkanir vegna verðhækkana ytra eða vegna gengislækkunar hér. - Gengishækkunin skilaði sér t.d. mjög illa hingað.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 14:00

7 identicon

Það skiptir bara öllu máli! 

Kostnaðurinn á bakvið eldsneytið er í erlendri mynt alveg þangað til lítrinn er seldur neytanda og því hlýtur kostnaðurinn á að aukast um leið og gengið breytist, alveg sama hvort hann er staddur erlendis eða í tönkum á N1 bensínstöðinni í Borgartúni.
Mig grunar að flestir íslendingar hafi fengið hressilega að finna fyrir því fyrir mánaðarmótin þegar þeir fengu reikninginn fyrir erlenda bílaláninu sínu.  Þetta er nákvæmlega sama dæmið. 

Ég skal samt fúslega viðurkenna það að þegar krónan styrkist tekur lækkunin mikið lengri tíma en hækkunin.  Þá kemur yfirleitt eitthvað komment um að álagningin hafi verið of lág fyrir og því sé ekki hægt að lækka.
Reyndar skilaði þessi litla styrking krónunnar á mánudaginn, sér í lækkun um 1 krónu. En það verður sennilega að teljast einsdæmi.  Sennilega var það einungis vegna þess mikla hita sem er í þjóðfélaginu í garð olíufélaganna og ríkis um þessar mundir.

Balsi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:55

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nefnilega málið félagi. Verðið fer ekki jafn hratt niður og upp. Neytendur eru nefnilega alltaf að borga hækkunina fyrirfram og eru löngu búnir að borga það sem er í tönkunum í Borgartúninu núna.- Þú manst að samið var um launahækkun fyrir flesta þann 1. mars. - Þeir sem þá launahækkun fengu eru að fá hana í hendur núna, mánuði seinna. - Þarna er munurinn á íslenskum launamanni og olíufélögunum. Þau á undan - hann á eftir. - Þegar lækkað var um krónu á mánudaginn var búið að hækka um 3 kr fyrir helgi. - Þetta með bílalánið er svoldið annars eðlis og ekki skrítið að það virki strax, enda frágengið mál.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 15:10

9 identicon

Núna er krónan búin að styrkjast um 2,5% í dag þannig að það verður gaman að sjá hvort verðið lækki eitthvað á morgun. 

Einhvernvegin hef ég ekki mikla trú á því!   Ætli þeir haldi ekki verðinu óbreyttu eða jafnvel hækki smá til að borga upp það sem tapaðist í dag á útsölunni.

Balsi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:27

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekki gott að sgja en samt ólíklegt að þessi styrking krónunnar virki hjá þeim strax. En.... hún virkar á bíla- og húsnæðislánin í gjaldeyrinum. Þau lækka strax.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband