Það vakna ekki allir við fyrsta hanagal

Það vakna ekki allir við fyrsta hanagal, það er alveg ljóst. Allra síst má búast við því að ráðamenn vakni strax þrátt fyrir mótmæli atvinnubílstjóra. Talsmaður bílstjóranna vonast þó til þess að aðgerðirnar dugi til að ræsa ráðamenn. Vissulega hafa aðgerðir bílstjóranna vakið athygli og þeir hafa sent skýr skilaboð til stjórnvalda. - Nú er stjórnvalda að sýna þá lágmarks kurteisi að svara þessu ákalli bílstjóranna, með einhverjum hætti. Þeir njóta að sjálfsögðu ekki einir góðs af ef árangur næst. Sá ágóði verður alls almennings. - Löggan er í vandræðastöðu. Henni ber að framfylgja lögunum og vissulega eru þarna lögbrot, en vonandi passa menn sig á þeim bæ að missa sig ekki.
mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver voru þessi "skýru skilaboð"? 

Að réttlætanlegt sé að grípa til ofbeldis til að vekja athygli á málstað sínum?  Að þægindi og öryggi samborgara þinna séu lítils virði?

Sigurdur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þegar í óefni er komið og menn neyðast til að senda sín skilaboð með mótmælum má reikna með að þeirra verði vart einhversstaðar. Í þessu tilfelli eru það samborgarnir sem verða þeirra rækilega varir. - Ekki virðast þau enn ná til ráðamanna. - Þessi mótmæli benda samborgurum bílstjóranna einmitt á hversu þægindi og öryggi þeirra eru mikils virði. - Annars kæmu öryggi og þægindi ekki upp í huga þinn núna. - Takk fyrir innleggið.

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Það eru menn eins og sigurður hér að ofan sem gera það að verkum að þessi þjóð okkar lætur allt yfir sig ganga.

 Mér sýnist Sigurður og honum líkir ásamt stjórnvöldum þurfu nú að fara vara sig, það er farinn af stað snjóbolti sem erfitt verður að stoppa. Á morgun kl 16:00 er búið að efna til mótmæla á Austurvelli þar sem "venjulegt" fólk ætlar að koma og mótmæla, eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Ég hef það á tilfinningunni að þess sé ekki langt að bíða að þessi mótmæli færist líka yfir á önnur málefni sem snúað að fjölskyldunum í landinu. Nú er nóg komið.

Ólafur Tryggvason, 31.3.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Skaz

Löggan er nefnilega í nokkuð mikið vandræðalegri stöðu því að þar eru líka mannverur að vinna og eru mjög óánægðir með vinnuaðstöðu sína og skort á úrbætum á henni af hálfu yfirvalda.

Vá ég fékk svona byltingar fílíng við að skrifa þetta, svona öreigar allra landa sameinist! hehe.

En já þetta er erfitt jobb að vera að taka á mönnum sem þú ert í raun sammála í öllu.. 

Skaz, 31.3.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góða innlegg, félagar..

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband