SMS til ríkisstjórnarinnar

Er ég að misskilja eitthvað? Er ekki Samfylkingin í ríkisstjórn? - Nú sendir flokkstjórnin skilaboð til ríkisstjórnarinnar af fundi sínum. - Voru ekki ráðherrarnir þarna? - Það fylgir með fréttinni mynd af Ingibjörgu Sólrúnu, ábyggilega tekin á þessum fundi, þannig að hún hefur verið þar. - Þetta er svona einhverskonar sms um stóriðju- og virkjunarframkvæmdir. Allt er þetta í véfréttarstíl og almennt orðað, ekki tekið af skarið í neinu máli. - Þýðir þetta að flokkurinn ætlar að beita sér gegn framkvæmdum í Helguvík og á Bakka við Húsavík, samþykkja allan pakkann, eða bara annað álverið?  - Þarna eru engin bein svör við því og greinilega allt haft opið. Að vísu aðeins talað um að taka þurfi tillit til byggðamála, plús nútíma atvinnuhátta og  umhverfiþátta. Þar að auki er talað um að allt þurfi að vera klappað og klárt áður en farið er af stað. Ekkert nýtt, ekki tekið af skarið í neinu, bara allt haft opið. -Ég þarf eitthvað meira til að sannfærast um að Samfylkinginn sé í rauninni í ríkisstjórn.


mbl.is Græn skilaboð flokksstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband