Slæmt að dregur úr samkeppninni.
28.3.2008 | 08:35
Það eru slæmar fréttir að Aðalflutningar skuli hætta starfsemi, ekki veitti af samkeppni í vöruflutningum, sem nánast eru einokaðir af tveimur risum. Aðalflutningar sinntu vel því hlutverki að veita þeim aðhald. Þar var að finna persónulega þjónustu og lipra í passlega stóru fyrirtæki. Eftir að hjónin Birgir Vilhjálmsson og Birna Sigbjörnsdóttir eignuðust Aðalflutninga jókst starfsemin og viðskiptavinum fjölgaði. Það var líka gaman að sjá fyrirtæki, rekið á landsvísu, sem stjórnað var frá Egilsstöðum. Ég þurfti vegna starfa minna um tíma að hafa mikið samstarf við flutningafyrirtæki og þá kom berlega í ljós þörfin fyrir þetta fyrirtæki. Síðan veit ég ekki hvað hefur gerst en eigendaskipti urðu og málaferli fyrri eigenda við núverandi í kjölfarið og svo lokun núna. Ekki er vafi á að önnur flutningafyrirtæki rífast um að fá til sína þá starfsmenn, sem hjá Aðalflutningum voru. Þeir þurfa ekki að kvíða atvinnuleysi.
Aðalflutningar hætta rekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.