Engin smá ófærð

Frétt eða ekki frétt. Hún er stórkostleg myndin sem fylgir "fréttinni" um ófærð á bílastæði í Mýrdalnum. Ég legg til að hún verði tilnefnd til verðlauna sem fréttamynd ársins. - Myndin sýnir enga ófærð. Yarisinn stendur vel upp úr snjó og enga fyrirstöðu að sjá og því eru þeir nú varla alvarlega fastir ferðamennirnir á bíl sínum. Vissulega er vetrarlegt að sjá eins og greint er frá í textanum með myndinni, það er ábyggilega svipað víða um land á þessum árstíma. - Nei þeir hljóta að hafa séð meiri snjó þarna í Mýrdalnum, einu mesta úrkomusvæði landsins, án þess að tala um ófærð. - Þetta er dæmigerð "ekkifrétt" - myndin sýnir það. 
mbl.is Ófærð á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Ásta

Jahh...já. Þar sem að ég er Mýrdælingur í húð og hár verð ég nú að segja að ég hef séð það svartara þarna í heimabænum mínum  Ætli þetta hafi ekki stafað frekar af aulaskapnum í útlendingunum frekar en ófærðinni á bílastæðinu...hmmmm

Hjördís Ásta, 27.3.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband