Var þetta ekki "týpískt" innbrot en ekki rán?

Má vera að allskonar ófögnuður, innbrot, rán, líkamsmeiðingar og allt slíkt sé að aukast en menn mega heldur ekki gleyma sér og mála hlutina of dökkum litum í fyrirsögn. "Rán í skartgripaverslun", segir í fyrirsögn á mbl.is. - Svo þegar maður les fréttina kemur í ljós að þetta var það sem kallað hefur verið innbrot hingað til. Ef ofbeldi hefði verið beitt eða einhverskonar þvingunum við þjófnaðinn á þessum dýru úrum, var fyrirsögnin rétt. Þarna var hinsvegar brotist inn í mannlausa verslun að nóttu til, sem sagt dæmigert innbrot og mennirnir því innbrotsþjófar. - Úpps...einhver draugagangur. Ég fór inn í þetta blogg aftur því allt í einu var horfinn síðari hlutinn af fyrirsögnin og eftir stóð: Var þetta ekki....lagfærði það til fyrra horfs en tók þá eftir að mbl.is er búið að breyta fyrirsögninni og nú er ránið orðið að innbroti......gott að menn skoða hlutina og laga.
mbl.is Innbrot í úraverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband