Allt upp á við, nema krónan

Nú boða forsvarsmenn verslunar miklar hækkanir á innfluttum matvælum á næstunni og ekki bara þeim heldur megi búast við hækkun á innlendum matvælum líka vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Þá má reikna með að hærri aðföng til innlendar framleiðslu, eins og áburður og eldsneyti hafi þarna áhrif líka. Allt er þetta vegna lakari stöðu íslensku krónunnar, allt fer nú upp á við nema hún sjálf. Krónan hefur hinsvegar verið nokkuð sterk um hríð og virtist það hafa minni áhrif á verðlagið, sem auðvitað hefði átt að vera lægra þess vegna. - Haarde og hans fólk í ríkisstjórninni telja að ekkert þurfi að gera vegna þessa ástands og vona líklega að það sé tímabundið.  En hver veit um það? - Ríkisvaldið ætti þó að slá eitthvað af því sem það innheimtir í hlutfalli af innkaupsverði en halda sömu krónutölu samt. Þetta hefur allt mikil keðjuverkandi áhrif, sem á endanum greiðast af hinum almenna neytanda. Hækkandi verðlag.....hærri vísitala....hækkun lána..... allt upp á við, svo nýgerðir kjarasamningar halda varla lengur. - Fyrir þjóðarbúið ætti þó hærra verð, í krónum talið, fyrir útfluttar vörur að vega upp á móti. - Ofan á þetta bætast svo áhrifin sem allt "frelsið" hefur haft á íslenska bankakerfið og kæmi manni ekki á óvart að postular einkavæðingarinnar í þeim efnum þurfi nú á pilsfaldi ríkisvaldsins að halda til að bjarga sér og í raun þjóðinni allri fyrir horn í peningamálunum. Þeim voru gefin fjármálafyrirtæki í ríkiseign og veitt frelsi til að valsa með þær eignir að vild. Nú er það fólks að meta hvort þeim var treystandi fyrir þessu "frelsi".
mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta efnahagsástand sem Íslendingar eru að upplifa þessa dagana kemur ekki á óvart því þetta var þrælundirbúið af atvinnurekendum, forsvarsmönnum stéttarfélaganna, einkabönkunum og seðlabankanum til að tryggja að láglaunalýðurinn ofmetnaðist ekki af þeim smánarlegu kauphækkunum sem kjarasamningarnir færðu þeim í nokkra klukkutíma. Verslunin tryggir sig með verðhækkunum (nauðsynlegum og upplognum), olíumafían (gömlu olíufélögin ásamt Atlantsolíu) skrúfar upp eldsneytisverðið við hvert tækifæri til hækkunar en hefst ekki að þegar viðmiðið (heimsmarkaðsverðið) lækkar. Bankarnir og önnur fjárglæfrafélög fengu gjafsókn gegn almenningi frá ríkinu í formi verðtryggingar útlána sem er ekkert annað en eignaupptaka á meðan launin eru ekki verðtryggð.

Nú þarf að leggja niður seðlabankann og fleygja hyskinu þar út og fara í allsherjarverkfall svo lengi sem það tekur að fá fulla verð- og gengistryggingu launa eða fella niður allar verðtryggingar og vaxtaukaþætti skulda almennings hvort sem það eru íbúðalánaskuldir eða neysluskuldir og okurlán bakanna og greiðslukortafyrirtækjanna.

corvus corax, 25.3.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...góður.

Haraldur Bjarnason, 25.3.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband