Þetta er ótrúlegt, var hann að meina þetta?
24.3.2008 | 23:28
Ætli fjölskyldum hinna 4.000 ungu Bandaríkjamanna, sem George Bush er búinn að etja í opinn dauðann, hafi verið mikil huggun í þessum orðum hans? - Svo segir hann þessar fórnir til að tryggja frið til frambúðar í Írak. - Hvar er sá friður að þessum 4.000 mönnum föllnum? - Nei svona karlar eins og Bush ættu einfaldlega að skammast sín og slá sig sjálfa af sem fyrst. Það hafa sumir annarra stærstu glæpamanna sögunnar gert. - Það er í raun ótrúlegt hve honum tókst, við upphaf þessarar helfarar, að blekkja bandarísku þjóðina og fjölda annarra þjóðarleiðtoga. Þar eru íslenskir leiðtogar ekki undanskildir. - Svo segir hann bara við foreldra, systkini og börn: "Ég samhryggist ykkur". - Þvílík hræsni - Hve mörg mannslíf hafa horfið í þessum hilldarleik veit líklega ekki nokkur maður, 4.000 Bandaríkjamenn eru án efa örlítill hluti þess. - Nei svona fréttir, eins og þessi, sýna manni ótrúlega mikið um hræsni og villimennsku. - Var maðurinn virkilega að meina þetta. Það er ótrúlegt að hann trúi því sjálfur.
Samúðarkveðjur frá Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er þér fyllilega sammála og tel ég Bush vera einn mesti hræsnari á jörðuni en flestir þingmenn og konur komast samt nálægt honum. Þau vita nefnilega hvernig peningakerfið virkar og trygg stóriðjugróðanum sem er mestur frá herum heimsins. Það er nefnilega satt að íslenskt ál hefur tætt í sundur börn út um allann heim þá mest af völdum bushstjórnarinnar. Það er víst ekki fréttnæmt af mati stóru fjölmiðlanna hérna heima.
Gangi þér vel og kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 24.3.2008 kl. 23:41
líklega hefur þeim engin huggun verið að. allavega er mér engin huggun að, þegar einhver viðstaddur talar með rassgatinu. þá tek ég fyrir nefið.
líklega heldur n-ameríka fyrir nefið núna. já eða kannski fyrir munninn, eyrun og augun. eins og aparnir þrír.
Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 00:10
Sorry doesn't bring the dead back...
Dark Side, 25.3.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.