"Dýrsleg" hauskúpa í Kjósinni

Þessi frétt af hauskúpunni í Kjósinni virðist efni í heilmikla sögu. Ekki nóg með að eigandi hjólhýsisins sáluga hafi talið kúpuna vera af dýri og því haft hana meðal húsmuna, heldur virðist einhver ókunnur maður hafa komið með hauskúpuna í hjólhýsið. Sagan er öll rakin á vef Kjósverja www.kjos.is en það sem manni finnst undarlegast er að hjólhýsiseigandinn hafi ekki áttað sig á því að kúpan er af manni en ekki dýri. Hún virðist þó heilleg að sjá á myndum, ef þær eru þá af henni, og ekkert sérlega dýrsleg.- Þetta verður án efa spennandi framhaldssaga.
mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Það er rétt Halli þetta verður flottur farsi á næstu dögum.

Einar Vignir Einarsson, 24.3.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband