Nú kemur sér vel að eiga góða granna

Ánægjulegt er að sjá fréttir af því að eitthvað sé um að sjávarafurðir séu unnar á Akranesi eftir allt sem gekk á þegar HB-Grandi ákvað að hætta þar bolfiskvinnslu þvert á það sem búist hafði verið við. Það hefur reyndar verið gott fyrir þá Grandamenn að hafa fiskimjölsverksmiðjuna á Akranesi að undanförnu, ekki síst meðan loðnan var við bæjardyrnar. Ekki hefðu þeir fengið að bræða hana né heldur kolmunnann núna í Örfirisey. Það hefðu allar frúr í vesturbænum orðið vitlausar um leið og einhver keimur af fiski hefði borist frá verksmiðjunni. - Já það kemur sér stundum vel að eiga góða granna. - Vonandi eiga þeir Grandamenn eftir að sjá að sér og nýta þann mannskap, ásamt þeim tækjum og húsum, sem til eru á Akranesi til arðbærrar framleiðslu sjávarafurða. - Einhver þvermóðska virðist hafa ráðið ríkjum hjá fyrirtækinu að undanförnu frekar en framsýni og skynsemi. En það hefur aldrei gert svo dimm él að ekki birti upp aftur. - Áfram Skagamenn! - Við höfum oftar en ekki hlaupið undir bagga með KR-ingunum í Vesturbænum þegar þeir hafa þurft á að halda.
mbl.is Kolmunna landað á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband