Misjafnt hafast mennirnir að

feb 2008 016Meðan flestir hafa slakað á og reynt að njóta frídaganna um páskana í frábæru veðri berast fréttir af allskonar djöfulgangi og látum í henni Reykjavík. Þetta eru engin venjuleg slagsmál, eins og tíðkuðust á böllum hér áður fyrr, ef hægt er að tala um eitthvað venjulegt þeim efnum. Nei, þetta eru stórtækar líkamsárásir, þar sem ofbeldismennirnir fylla tuginn og ríflega það vopnaðir lífshættuegum tólum. Rán og önnur óáran hafa verið tíunduð líka. Menn nota greinilega frídagana sína á misjafnan hátt. Í gegnum tíðina hefur maður vonað að ekki bærust fréttir af alvarlegum umferðarslysum í fréttum páskanna, enda margir á ferðinni þessa dagna og akstursskilyrði ekki alltaf þau besu á þessum árstíma. Sem betur fer hefur ekki verið mikið um fregnir af slíku enn, þó ein slík frétt sé of mikið. Aukið ofbeldi virðist vera það sem hæst ber þessa páskahelgi. Sem betur fer hefur þó stærstur hluti landsmanna notið þess að vera til um páskana, hitta vini og ættingja og nýtt sér frídagana til uppbyggilegra hluta. Það er því óhætt að segja að misjafnt hafist mennirnir að, þessa dagana.

(myndin, sem fylgir með, er tekin út á Eyjafjörðinn á páskadag. Hrísey í vetrarskrúða og ferjan Sævar á leið frá Árskógssandi til Hríseyjar, sjá myndaalbúm)-hb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband