Kýr um kú frá kú til nauts

"Ef þú ert bíll, þá er ég hestur", sagði asninn við trabantinn. - "Þrjár kýr sem verið var að flytja til slátrunar sluppu lausar",..... segir m.a. í frétt á mbl.is. Eitthvað hefur kyngreiningin skolast til hjá blaðamanninum í þessari frétt ef marka má myndskeiðið sem fylgdi með fréttinni. Kýrnar hafa að vísu oft verið vandamál hjá íslenskum blaðamönnum og beygingin vafist fyrir þeim. Oftar en ekki hefur það vandamál verið leyst með því að tala um belju en það gengur ekki upp í þessu tilfelli. En mikið asskoti hlýtur að vera rýr eftirtekjan hjá mjólkurstöðvunum þarna vestra ef þetta eru mjólkurkýrnar þeirra.
mbl.is Sluppu á leið á sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessu get ég trúað Sigurður. Ef þeir eru eitthvað í basli með kyngreininguna eða beyginguna þá geta þeir bara talað um nautgripi. - Ot er nú talað um amerískt hormónakjöt og að Kannarnir séu svona í vaxtarlaginu vegna þess. - Kannski eru þetta bara amerískar hormónakýr og þess vegna ekki merkilegra undir þeim en þetta. 

Haraldur Bjarnason, 22.3.2008 kl. 13:08

2 identicon

Já það voru skrítnir spenarnir/tútturnar á þessum kúm!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband