6 fréttir af sama máli á 12 tímum
22.3.2008 | 08:39
Þessir ólánsmenn, sem otuðu sprautunálum að saklausu fólki og hótuðu því, redduðu greinilega alveg fréttavatkinni hjá mbl.is í gær. Hvorki fleiri né færri en 6 fréttir voru um ógæfu þeirra og afleiðingar hennar frá því klukkan 9 í gærmorgun til kl 20:30. Fátt annað frétnæmt á þeim tíma, enda líklega fámennt á fréttavaktinni á þessum langa föstudegi og því málið leyst með því að hringja bara í lögguna til að hafa eitthvað. - Hvað verður svo um þá ólánsömu þremeninga, sem nú liggja undir grun? Framundan er vikulangt gæsluvarðhald, svo líklega sama ferlið aftur, hark fyrir dópi og tóbaki með öllum tiltækum ráðum. Eða þá Hraunið, sem ekki hefur verið besti staðurinn fyrir fíkniefnaneytendur í vanda hingað til. Fréttir hafa þó borist af batnandi tímum í þeim málum þar, svo vonandi er að menn skili sér þaðan aftur heilsteyptari og tilbúnir að takast á við verkefnin utan múranna.
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.