Í höndum sjúkra geta saklaus verkfæri orðið að hættulegum vopnum

Vopnin geta verið margvísleg, eins og þessi dæmi um sprautunálarnar sýna. Þrisvar var ógnað með þeim í Reykjavík á stuttum tíma, síðasta sólarhringinn. Ekki þarf að undra að fólk sé hrætt við slík verkfæri, sem geta valdið illvægum sjúkdómum. Þeir, sem sprautum beita í þessum tilfellum, eru sjúkir menn en hinsvegar vitum við að hjálp er til fyrir þá hér á landi og eflaust sú besta sem fæst í heiminum og fer þar SÁÁ fremst í flokki. Sem betur fer hlaut enginn líkamlegt tjón af þessum aðförum en sagan hefur sýnt okkur að ekki láta þau öll mikið yfir sér vopnin, sem notuð eru. Dúkahnifar nægðu þeim sem rændu stórum farþegaþotum og frömdu hryðjuverkin mannskæðu í Bandaríkjunum. Engin hjálp var til fyrir þá, sem héldu á þeim vopnum og ekki heldur fyrir þá þjóðarleiðtoga sem í kjölfarið sendu ungmenni sín með með stórtæk vopn í hendi í opinn dauðann í þeim tilgangi að drepa fjölda fólks. - Þarna er kannski ólíku saman að jafna en allt er þetta samt sjúklegt, hvert á sinn hátt. - Kannski verðugt umhugsunarefni á föstudaginn langa.
mbl.is Þriðja sprautunálaránið framið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband