Alltaf pottþéttir páskarnir!

Aldrei bregðast páskarnir, alltaf þetta 5 daga pottþétta frí, að minnsta kosti hjá venjulegu launafólki, sem vinnur sína dagvinnutíma og kannski heldur meira í hverri viku. Eða eins og maðurinn sagði eitt sinn, þegar hann leit á dagatalið í byrjun nýs árs: "Góðir páskarnir núna, skírdagur á fimmtudegi", ekki nema von því margir aðrir frídagar eiga það til að bregðast fólki. Stundum er talað um avinnurekendajól og svo getur auðvitað 1. maí, baráttudag verkalýðsins, borið upp á helgi, sömuleiðis þjóðhátíðardaginn 17. júní. Páskar, hvítasunna og þessir tryggu fimmtudagsfrídagar á vorin, eins og uppstigningardagur og sumardagurinn fyrsti eru þó alltaf öruggir. Ég fór að velta þessu fyrir mér því mér finnst áberandi mikið af fólki vera hér á Akureyri núna og það þrátt fyrir frekar leiðinlega tíð í gær, að vísu var alltaf fært að sunnan, bæði landleið og loftleið en ófært landleiðina að austan. Líklega er þetta ein mesta ferðahelgi landsmanna fyrir utan verslunarmannahelgina og skiptir þá hátt bensínverð og vetrarveður litlu. Annars er hann "brostinn á með blíðu" núna og sól skín í heiði, að vísu leiðindaslabb á götum innanbæjar, enda hefur snjóað í nótt en sólin sér um að hreinsa það. Fólk steymir í Hlíðarfjall á skíði og aðrir njóta góða veðursins á láglendi, best að drífa sig út í góða veðrið. Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband