Illa upplýstur spyrill í skoðanakönnun

Stundum lendir maður í einhverju úrtaki fyrir skoðanakannanir. Oftast eru þetta langar og leiðinlegar kannanir en nú orðið finnst mér oftar en ekki tekið fram að þær taki stuttan tíma. - Í kvöld hringdi síminn. Ungur og prúður piltur kynnti sig og sagðist hringja frá Capacent og sagði mig hafa lent í úrtaki skoðanakönnunar. Spurði hann hvort ég hefði tíma fyrir svör en þetta tæki 6 mínútur. - Jú, jú ég var til og það þótt sjónvarpsfréttir væru að byrja. Þá kom fyrsta spurning: Hefurðu lesið dagskrá vikunnar? - "Hvað er það?" spurði ég og fátt um svör en næsta spurning kom og var eitthvað á þá leið hvort ég læsi dagskrá vikunnar oft. - Ég gat ómögulega svarað þessu nema vita hvað þessi "dagskrá vikunnar" væri. "Er þetta eitthvert blað eða dálkur í dagblaði, eða hvað er þetta?" spurði ég og fátt var um svör. - "Veistu ekki hvað þetta er?" - "Nei," ungi maðurinn var ekki viss. - Hvað þá ég sem var spurður um álit á einhverju sem hvorki ég né spyrjandinn vissu hvað var.- Ég bað hann um að kynna sér þetta og hringja svo aftur, en það hefur hann ekki gert enn. -Þetta var undarlegasta skoðanakönnun sem ég hef lent í og tók vissulega 6 mínútur eða svo en fátt var um svör. Það hlýtur að vera lágmark að fyrirtæki, sem gefa sig út fyrir að vera ábyrg við gerð skoðanakannana, upplýsi spyrla sína um hvað verið er að kanna.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband