Líf í Valaskjálf að nýju

Jæja, loksins geta Héraðsmenn átt von á því að skemmta sér aftur í félagsheimilinu sínu, Valaskjálf. Líklega án þess að valda ónæði hjá hótelgestum þar, því upp á síðkastið hefur það verið gefið sem skýring á að ekki mátti halda dansleiki eða skemmtanir hverskonar í Valaskjálf. Saga Valaskjálfar síðustu árin er hálfgerð raunasaga og nær reyndar allt aftur til þess tíma að sveitarfélögin á Héraði voru 10 talsins, en ekki 2 eins og nú er. Þá náðist aldrei samkomulag um nokkurn skapaðan hlut varðandi þetta félagsheimilið og framkvæmdastjóraskipti voru tíð, einmitt vegna þess að ekkert var hægt að gera sem til úrbóta horfði. - Að lokum var félagsheimilið selt og hefur gengið kaupum og sölum síðan. - Nú er vonandi að samkomuhald hverskonar verði hafið til vegs og virðingar aftur í Valaskjálf, hver svo sem kemur til með að standa fyrir því hverju sinni. Hvort væntanlegt menningar- og sviðslistahús á Egilsstöðum kemur til með að leysa Valaskjálf af hólmi er vafamál. Tæplega hef ég trú á að þar verði mannlíf eitthvað því líkt sem tíðkast hefur í Valaskjálf í gegnum tíðina. - En gott mál, Valaskjálf lifir. 
mbl.is Fljótsdalshérað tekur hluta Valaskjálfar á leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

það er hvergi talað um dansleiki þarna????

Einar Bragi Bragason., 13.3.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei ekki beint en það á að treysta Valaskjálf sem samkomu- og menningarhús. Dansleikir eiga heima undir þeim ramma Einar. Þeir eru menningarlegar samkomur, ekki satt? 

Haraldur Bjarnason, 13.3.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ertu viss????

Einar Bragi Bragason., 13.3.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

já já menning er teygjanlegt hugtak.....

Haraldur Bjarnason, 13.3.2008 kl. 16:15

5 identicon

Mjög góðar fréttir, verður gaman að fara aftur á ball í Valaskjálf! Samt finnst mér ekki líklegt að bærinn hafi fengið þetta alveg gefins.

AndriR (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband