Eru þeir of blankir til að kaupa veiðileyfin sjálfir?
13.3.2008 | 08:06
Það er nú ekki hægt að ætlast til að menn skeri bóksaflega allt niður, þótt þrengi að í peningastofnunum í einhven tíma. Menn verða nú að fá að líta upp úr þessum vandræðagangi og komast út í guðsgræna náttúruna með flugustöngina og kasta fyrr lax í einhverri af þeim náttúruperlum sem laxveiðiárnar eru. Er ekki nóg að skera niður laun yfirmanna um nokkrar millur á ári og helmingslækka launin fyrir stjórnarsetu og því um líkt. Svo er hægt að segja upp einhverjum tugum almennra starfsmanna og spara nokkra hundrað þúsund kalla, sem duga fyrir nokkrm veiðileyfum. - Kannski eru "fjármálamennirnir," eftir allt þetta, svo blankir að þeir ráði ekki við að veita sér neina tilbreytingu og verði að fá stuðning fyrirtækjanna til þess. - Fréttir herma jú að nóg sé eftirspurnin eftir laxveiðileyfum og ef nýblankir íslenskir fjármálamenn fari ekki í laxveiðina, þá komi bara einhverjir forríkir útlendingar að veiða. Hefur ekki þjóðin verið að vandræðast yfir ásókn útlendra verkamanna hingað og ekki vitað í hvorn fótinn hún hefur átt að stíga í þeim efnum? Ekki er á vandann bætandi að fá líka útlendinga í laxveiðárnar í stórum stíl. - Einhvern veginn svona gætu hugsanir nýblankra fjármálamanna verið þessa dagana þegar fréttir berast af því að aðsókn fjármálafyrirtækja í laxveiðiárnar sé ekkert minni þrátt fyrir allt krepputal. - En hvernig er það, eru þessir menn ekki með næg laun til að kaupa bara veiðileyfin sjálfir eins og allir venjulegir laxveiðimenn hafa gert í gegnum tíðina? - Tími er til kominn að fjarmálastofnanir og stórfyrirtæki hætti þessum ölmusum til gæðinga sinna og láti þeim sjálfum eftir, sem áhuga hafa, að kaupa veiðileyfin án þess að njóta sérstaks stuðnings til þess.
![]() |
Áhrifa aðhalds gætir ekki í laxveiðiám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.