Útdauður stofn lætur kræla á sér

Þetta eru ánægjulegar fréttir sem eru að berast af þorskinum, ekki síðri en fréttirnar af loðnunni á dögunum. Útdauður stofn virðist hafa lifnað við. Það er fiskur um allan sjó og vonandi að þessi tíðindi fari ekki fram hjá Hafró og sjávarútvegsráðherra. Þessar fréttir koma líklega ekki sjómönnum á óvart, né heldur þeim sem fylgst hafa með fregnum úr sjávarútvegi á liðnum áratugum. Þær eru einungis hluti af þeirri staðfestingu sem menn hafa verið að fá á sínum skoðunum. Hvort þessi þorskgengd nú hefur áhrif til aukinna veiðiheimilda í komandi framtíð, er ekki gott að segja. Eflaust koma, eins og áður, neikvæðar niðurstöður úr hinu furðulega togararalli einhvern tímann á næstunni til að kveða niður allar vonir manna um betri tíð. Á meðan þurfa sjómenn að forðast þorsk og Norðmenn geta glaðir fyllt upp í saltfiskmarkaði, sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá ekki tækifæri til að sinna. - Hvar skyldu Norðmenn annars fá fisk til saltfiskvinnslu? - Er ekki löngu búið að dæma öll þeirra fiskimið til dauða, samkvæmt samskonar formúlum og Hafró notar?
mbl.is Feitur fiskur úr sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband