Minni flugvöllur- Er hægt að lenda þar?

"Flugvöllurinn minnkar", skrítin fyrirsögn. Fljótt á litið hélt maður að búið væri að sneiða af flugbrautunum, eða fækka þeim, kannski að Fokkerinn gæti ekki lent þar lengur! - Svo er þó ekki heldur fara 260.000 fermetrar af svæði við flugvöllinn undir starfsemi Háskólans í Reykjavík. Sem sagt, allt í góðu ennþá, flugvöllurinn er ennþá óbreyttur í sinni stærð á sínum stað, eins og á hann á að vera samkvæmt samkomulagi núverandi borgarmeirihluta (skrifað 8. mars kl 21:12) - Hvað verður á morgun á sama tíma veit enginn. 
mbl.is Flugvöllurinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ekki treysti ég þessum júllum sem stjórna borginni að ákveða hvar flugvöllur allra landsmanna á að vera, þeir eru nú ekki svo trúverðugir Halli.

Grétar Rögnvarsson, 8.3.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Grétar, hvernig á það að vera hægt? Þú sérð líka hvernig ég lauk skrifunum með nákvæmri dagsetningu. Það er ekki á vísan að róa í þessum efnum.

Haraldur Bjarnason, 9.3.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband