Ítrekað rafmagnsklúður eystra

Það er eitthvað bogið við þessi rafmagnsmál eystra, fyrst það getur ítrekað gerst að rafmagnslaust verður þar vegna einhvers brölts í Alcoa álverinu. Auðvitað er það frekar skítt að Héraðsbúar, sem sjá til þess að álverið á Reyðarfirði geti gengið, með því að senda því rafmagn, skuli þurfa að sitja í myrkri og kulda af völdum álversins. Þetta er enn bagalegra, þar sem mörg hús eystra eru hituð með rafmagni og svo vita allir að svona rafmagnsleysi hefur áhrif á rafmagnstæki og ekki á jákvæðan hátt. Þessir sömu rafmagnsnotendur þurfa svo að borga margfalt meira fyrir rafmagnið sitt en sá sem veldur þeim tjóninu. - Er eitthvað réttlæti í þessu?
mbl.is Álverið sló út rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er einkennileg bilum í kerfinu, kemur ítrekað fyrir hér fyrir Austan, en ekki hjá Hafnfirðingum eða á Akranesi, sem eru staðir næst hinum álverunum.

Annaðhvort er búnaðurinn ekki í lagi eða kunnáttan ekki.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.3.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband