Af hverju er Birkir Jón hræddur?
3.3.2008 | 17:41
Þetta er athyglisvert verkefni sem Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir er að fá styrk til að vinna, um hvort tengsl séu mili kynferðis og árangurs í prófkjörum stjórnmálamanna. Ástæða til að óska henni til hamingju. - Birkir Jón alþingismaður, framsóknarmaður og pókerspilari með meiru, bloggar um styrkveitinguna, hælir henni og segir Ásdísi Jónu hæfileikakonu. Það vekur svo athygli að hann segist vera ansi hræddur um að hún eigi eftir að rata enn frekar inn á vettvang stjórnmálanna. - Hvers vegna hann er hræddur um að hún rati þangað er ekki gott að segja en kannski er það vegna þess að hún var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Birkir Jón þarf sennilega að leggja talsvert undir í spilinu við þennan sveitunga sinn, fari svo að Ásdís Jóna verði í framboði næst, þar dugar líklega ekki nein Framsóknarvist.
Verkefni um árangur kvenna í prófkjörum fær styrk FS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.