Smá aukaskammtur

50.000 tonn núna til viðbótar við það lítilræði sem búið er að veiða, líklega verður það ekki meira og rannsóknarskipið er að fara á brott til annarra verka. Þetta verður þá ekki stór vertíð. Loðnan virðist sem sagt vera að koma upp á grunnið eftir nokkuð hefðbundinni gönguslóð. Loðna í Lónsdjúpi, Litladjúpi og á Papagrunni, ætli að það sé ekki bara meira austar og dýpra? - Svo er það spurning um vestangöngu, ekki ólíklegt, en það er hinsvegar ljóst að veiðistoppið á dögunum var óþarfa klúður. Hver dagur á loðnuveiðum skiptir miklu, því hún fer hratt yfir og fremsti hluti göngunnar nálgast hrigningu. Vonandi verður reynslan af þessari vertíð sett í reynslubankann, þótt maður sé efins um að nokkur slíkur banki sé til varðandi fiskveiðar- og nýtingu. 
mbl.is Leggja til aukningu loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll Halli, held að menn læri ekkert af þessu þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem svona slys verður.

Grétar Rögnvarsson, 3.3.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei þetta er allt kolfast í einhverjum reiknilíkönum, sem virðist ekki hægt að hagga, sama hvað gengur á í náttúrunni. Þið drífið bara í að ná þessu og nýta það sem best. Aldrei að vita nema að þið rekist á eitthvað á leiðinni á miðin.

Haraldur Bjarnason, 3.3.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband