Ábyrgðarfull yfirlýsing
24.2.2008 | 13:39
Þessi yfirlýsing skipstjóranna sýnir að þeir horfa á málið af víðsýni og ábyrgð. Þeir gera sér fulla grein fyrir að þeir eru í sama liði og Hafró og auðvitað ættu þingmenn að vera í því liði líka. Allir sem koma að veiðum og vinnslu þurfa að horfa á málin af víðsýni og þar má búast við að enhverjir þurfa að gefa eftir einhver prinsip. Allar aðstæður í hafinu hafa gjörbreyst á liðnum árum og til þess þarf að líta. Einhvera hluta vegna finnst manni Hafró stundum vera svolítið föst í sínum gömlu reiknilíkönum, en má vera að það sé rangt mat. Í það minnsta virðist sjómönnum og fiskifræðingum ekki bera saman um loðnufjöldann og þorskfjöldann. Annars var Ævar Örn Jósefsson með ágætis viðtal við Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafró á Rás 2 í dag, sem gaman var að fylgjast með, en það skilur eflaust eftir jafn margar spurningar og önnur viðtöl um þessi mál í gegnum tíðina.
Skipstjórar ósammála Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víðsýni og ábyrgð gæti það kallast að láta lífkeðjuna í friði í nokkur ár. Hætta loðnuveiðum og veiða hóflega af smáþorski svo úrkynjun þorsks af völdum hungurs yrði stöðvuð í bili a.m.k.
Árni Gunnarsson, 24.2.2008 kl. 17:33
Ef við látum lífkeðjuna í friði, þá veiðum við náttúrlega ekkert einasta kvikindi, ekki þorsk, loðnu, hval eða neitt annað. Svo er það spurningin: Erum við ekki hluti af lífkeðjunni?
hallibjarna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.