Hafró ruglið veldur sókn annað

Þessi smámunalega úthlutun á kvóta í íslensku sumargotssíldina verður auðvitað til þess að útgerðirnar leita annarra leiða. Hversu mikill stofn gulldeplunnar er veit ég ekki og er ekki viss um að Hafró hafi nokkra hugmynd um stofnstærð þess fisks frekar en í öðrum fiskistofnunum. Það fer bara eftir hve mikið syndir inn í exel-skjölin þar á bæ.

Af síld er hins vegar nóg og meira að segja Hafró þykist sjá 370 þúsund tonna hrygningarstofn. Lengi vel var leyft að veiða 25% af hrygningarstofni og síðari ár 20%. Ef miðað er við það mætti veiða 74 þúsund tonn af síld núna en ekki 40 þúsund eins og Hafró hefur gefið út og Jón bóndi kaupir hrátt.

Grundarfjörður er nú fullur af síld og hún er farin að ganga inn undir Stykkishólm. Þetta hefur gerst síðustu ár og Hafró vælir yfir sýkingu í síldinni. Samkvæmt kenningum þar á bæ ætti síldarstofninn að vera dauður. Er ekki eitthvað að og er ekki lagi að taka til þarna ef við ætlum ekki að láta milljarða hráefni liggja milli hluta og jafnvel skemma lífríkið þegar það úldnar á sjávarbotni.

 


mbl.is Sækja um leyfi til veiða á gulldeplu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband