Sökin er hjá stjórnmálamönnum

Skrítin svör hjá Geir því sökin er hjá stjórnmálamönnum. Það voru stjórnmálamennirnir sem settu leikreglurnar og því fór sem fór. Einkavinavæðing bankana á sínum tíma og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í því ferli er ástæðan fyrir hruninu. Eftirlit var ekkert og gæðingunum gefið fullt frelsi til athafna.

Hvort Geir, Ingibjörg, Árni Math. og Björgvin eru sekari í þessum efnum en aðrir er annað mál og þessi landsdómur hlýtur að skera úr um það. Davíð, Halldór Ásgrímsson og fleiri ráðherrar þess tíma eiga auðvitað að fara fyrir dómara líka og svo er það dómaranna að skera úr.

Dæmum samt ekki einstaklinga fyrirfram.


mbl.is Hrunið ekki rakið til stjórnmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar eðlilegt svarað mati Geirs. Hann er bara ekki betri manneskja en þetta.

Heiðar (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 19:10

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það held að ef menn hefðu farið eftir reglunum þá hefði hrunið ekki orðið, staðreyndin er að menn gerðu allt til að td FMR gæti ekki unnið vinnuna sína.

Einar Þór Strand, 11.9.2010 kl. 19:28

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Haraldur,

Ég held að þó svo að leikreglunum hafi verið ábótavant, þá hefðu þær átt að vera nógu sterkar og hefðu sennilega haldið ef ekki hefði komið til mjög einbeittur brotavilji bankanna.  Þegar bankakerfið er orðið 10 sinnum stærra fjármálakerfi en ríkiskerfið, hver ræður þá?  Ég er ekki að draga úr ábyrgð stjórnmálamanna, síður en svo, en megnið af þessum "viðskiptum" sem fóru fram árin fyrir hrun voru svo gersamlega falin að það á eftir að taka ár fyrir sérfræðinga að rekja upp alla þá hnykla. 

Menn geta tekið Bónus "veldið" sem dæmi.  Þetta apparat er búið að vera gersamlega gjaldþrota árum saman en samt er þetta enn í rekstri og skröltandi tómahljóðið bergmálar um alla veröld.  Þetta vandræðabarn hefur kostað íslenska þjóðarbúið hundruð milljarða króna en enginn þorir að grafa hræið og setja krossmark yfir svo þessi ófögnuður gangi ekki aftur. 

Þetta bankalið keppist nú við að afsaka gerðir sínar með því að þeir hafi vitað að þeir voru að gera ólöglega hluti en þeir bara biðu eftir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn kæmu og stoppuðu þá því þeir gátu ómögulega stoppað sjálfir!  Skildu svo ekkert í því að þeir voru ekki stoppaðir svo þeir urðu að halda áfram á glæpabrautinni og gera eitthvað enn verra af sér.  Þetta er sama dæmið og hjá raðmorðingjum sem senda lögreglu allskonar ábendingar til þess að þeir náist.  Er það ekki einkennandi fyrir þá sem byggðu upp þetta "viðskiptaveldi" á Íslandi síðustu 10-20 ár?  Gersamlega siðblint lið sem sinnti engu nema sjálfum sér.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.9.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þjóðin á rétt á, að fá öll atriði efnahagshrunsins í dagsbirtuna. Við þurfum meðal annars, að fá upplýsingar um hver ber ábyrgð á eftirfarandi: 

  • Torgreinda peningastefnan. Hver var þáttur torgreinda peningastefnunnar í efnahagshruninu og er ætlunin að halda áfram með þá stefnu ?
  •  
  • Evrópska efnahagssvæðið. Hversu stóran þátt í efnahagshruninu átti aðildin að EES ? Ætla stjórnvöld ekki að endurskoða aðildina ?
  •  
  • Siðspilling stjórnmálamanna. Var raunveruleg spilling í gangi meðal Alþingismanna ? Hvers eðlis var hún og hvað verður gert til að hindra spillingu í framtíðinni ?
  •  
  • Erlend atlaga. Hvaða áhrif hafði beiting hryðjuverkalaganna og neitun erlendra ríkja að gera gjaldeyrisskiptasamninga við Ísland? Hver bar ábyrgð á þeirri stöðu sem komin var upp í samskiptum við aðrar þjóðir ?
  •  http://www.zimbio.com/member/altice

     

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 19:52

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mál Davíðs og Halldórs eru fyrnt! Stjórnvöld og bankar eru enn að valda okkur skaða svo miklum að það getur tekið áratugi að laga þann skaða því miður!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 20:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það má spyrja, Sigurður, hvort einkavæðing bankanna heyrir undir ráherraábyrgð eingöngu, eða hvort ekki þarf að rannsaka það leynimakk serm þar fór fram á mun víðari grunni. Ég skal alveg viðurkenna að allt þetta ferli gæti jaðrað við að geta flokkast sem "landráð". Og slíkt hlýtur að firnast seint.

Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband