Hunsa samfélag þjóða

Undarleg skilaboð þetta frá fólki sem er kjörið á Alþingi Íslendinga. Samkvæmt þeim eigum við að hunsa alþjóðasamfélagið og láta sem okkur komi það ekki við. Samningar milli tveggja eða fleiri deilenda geta aldrei verið annað en af hinu góða. Svona þráhyggja og þjóðernishyggja er einfaldlega slæm fyrir okkur Íslendinga.


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll hvernig væri að draga þá til ábyrgðar sem stofnuðu þennan sjóð sem heitir Icesave og skoða hvort hægt sé að ná af þeim ránsfengnum með einhverju móti áður en við förum að borga?

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Því miður var þessi ránsfengur aldrei til Sigurður. Þetta voru bara keðjubréf. Því er engu að ná af þessum náungum. Einkavæðing bankanna á sínum tíma sá til þess og það algjöra "frelsi" sem henni fylgdi.

Haraldur Bjarnason, 7.9.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er dapurlegt að til skuli vera stjórnmálaflokkur á Íslandi sem gengur erinda gömlu nýlenduveldanna og vill gera komandi kynslóðir að vaxtaþrælum Breta og Hollendinga.

Sigurður Þórðarson, 7.9.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband