Meistarar jafnteflanna

Skagaliðið er að verða meistari í jafnteflum eftir að hafa orðið meistari æfingaleikjanna í vor. Það er merkilegur andskoti að geta aldrei haldið haus út heilan leik. Í hverjum leiknum á fætur öðrum klúðrar liðið unninni stöðu niður í jafntefli.

Það vantar hugarfarsbreytingu hjá þessum drengjum, baráttuvilja og vilja til þess að leggja allt á sig til að vinna leiki. Þetta er nokkuð sem einkenndi Skagaliðin í gegnum tíðina. Þá var enginn sáttur við jafntefli eða tap. Knattspyrnumenn ÍA í dag búa við þær bestu aðstæður sem til eru. Það dugar ekki til. Kannski spurning um að fara að æfa á Langasandinum aftur og hlaupa bæinn á enda á æfingar eins og var áður fyrr þegar búningsklefarnir voru í íþróttahúsinu við Laugarbraut og æft á Jaðarsbökkum.


mbl.is Þróttur og ÍA skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Eitt stig er betur en ekkert. EN: Þrjú stig eru betri en eitt stig, og til þess erum við að spila leiki, að vinna þá og safna stigum. Gengisfall afreka okkar Skagamanna er í öfugu hlutfalli við sí batnandi aðstöðu til iðkunar fótbolta. Tvö ár í næst efstu deild, og það þriðja í augsýn. Það er óásættanlegt fyrir fyrir Knattspyrnufélag ÍA og bæjarfélagið allt! Slök meðalmennska hefur ekki verið aðalsmerki þessa félags, síðustu áratugi,  og má ekki vera það. Menn eru að hringja og spyrja: Hvenær ætar ÍA að koma sér upp úr þessari 1. deild? Ætlar félagið að vera til eilífðar í þessari 1. deild??? Þessu hefur maður engin svör við, Því miður. Annars finnst mér liðið leika nokkuð góða knattspyrnu, en eitthvað vantar uppá einbeitingu á köflum, og metnaður og sigurvilji. Hvað með það? Leikmönnum er sköpuð frábær aðstaða til iðkunar hjá félaginu, en sagt er, vilji er allt sem þarf ef menn vilja vera á sigurbraut. og þá þarf að leggja hart að sér, og ekki slaka á í eitt einasta augnablik. Það gengur kannski betur næst! Vonandi!!!

Stefán Lárus Pálsson, 26.8.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vel mælt Lárus

Haraldur Bjarnason, 26.8.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband