Endalaust rugl um makríl
25.8.2010 | 14:56
Hvaða endalausa rugl er þetta í ESB og Norðmönnum um makrílinn? Meira að segja Hafró hefur fundið miklu meira af þessum fiski í íslenskri lögsögu en nokkurn óraði fyrir. Sú stofnun hefur nú ekki verið fundvís á fiskistofna undanfarin ár. Fyrst það gerist þá hlýtur að vera óhemjumikið af makríl við strendur landsins. ESB og Norðmenn hafa heldur ekki viljað hleypa Íslendingum að samningaborði um makrílinn á þeirri forsendu að hann gangi ekki í íslenska lögsögu. Það gerir málflutning þeirra núna enn ruglaðri.
Auðvitað hlustum við ekki á þetta blaður og höldum okkar striki. Nú þarf líka að þróa fullvinnslu á þessum fiski hér eins og reyndar á mörgum öðrum fisktegundum. Það gengur ekki að vera endalaust í hráefnisöflun fyrir aðrar þjóðir.
ESB gagnrýnir makrílveiðarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.