Nú skutu þeir sig í fótinn

Nú skutu þeir sig í fótinn. Þegar menn sem heyja launabaráttu undir því yfirskini að þeir séu lykilmenn í öryggisþjónustu almennings beita þann sama almenning ofbeldi, eins virðist hafa verið gert þarna, þá missa þeir samúð almennings og verða ótrúverðugir.
mbl.is Húsavíkurfluginu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar sérð þú ofbeldi þarna? Get ekki séð neitt slíkt af öllum myndum sem ég hef séð.

Birgir Þór (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:23

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Að hindra för fólks um Reykjavíkurflugvöll og veginn að Aðaldalsflugvelli. Það er ofbeldi.

Haraldur Bjarnason, 13.8.2010 kl. 15:36

3 identicon

Ég verð að vera ósammála, þeir eru að bjarga fólki. Hvað ef eitthvað gerðist á Aðaldalsflugvelli? T.d. slys, þau hafa nú orðið á Íslandi, á bara að taka sénsinn á því að þetta reddist með fólki sem var kennt á slökkvibíl í gær? Ég styð þá í þessari kjarabaráttu og finnst þetta gott framtak.

Andri (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Andri. Það er flogið á alla aðra flugvelli landsins. Fólk hlýtur að vera í stórhættu þar miðað við þessi sjónarmið þeirra.

Haraldur Bjarnason, 13.8.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband