Ekki væla heldur taka á málunum

Það er ekki til neins að væla yfir einhverjum úttektum. Svona líta þessir eftirlitsmenn á þetta og þá er bara að taka á því og gera það sem hægt er að gera. Þarna voru auðvitað augljósar villur eins og að 28 km væru í næsta slökkvilið en hið rétta er 9 km til Akraness. Það slökkvilið hefur alltaf verið fyrst á staðinn ef eitthvað kemur upp á sem og sjúkraflutningamenn og lögregla þaðan.

Engu máli skiptir hvort göng eru undir sjávarbotni eða í gegnum fjöll. Það eru engar útgönguleiðir úr þeim nema út um munnana. Því eru göng til hliðar eina leiðin til að fjölga útgöngu- og aðkomuleiðum.


mbl.is Athugasemdir við jarðgangaúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband