Er þetta hættulegt?

Eru háspennukaplar í jörðu eitthvað hættulegir? Svona lagnir eru í hverju einasta bæjarfélagi og allir hafa hingað til fagnað því að háspennulagnir fari í jörðu í stað þess að vera yfir hausum fólks og til líta í umhverfinu.

 


mbl.is Buðu upp á kaffi í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er bara gamla góða símamálið endurtekið sirka 110 árum síðar..

Óskar Þorkelsson, 21.7.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Haraldur,

Sennilegar er hér um að ræða grun um mengun frá rafsegulsviði sem myndast í kring um kaplana.  Rafsegulsvið geta haft áhrif á fólk og skepnur sem eru í nágrenni við þau og það hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem skepnur urðu fyrir miklum áhrifum af rafsegulsviðsmengun. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.7.2010 kl. 18:42

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Veit auðvitað ekkert meira en fréttin segir. Samkvæmt henni virðist þetta vera eitthvert skipulagsklúður hjá bæjaryfirvöldum. Þetta með rafsegulsviðið Arnór er þekkt svo sem en skiptar skoðanir um áhrif þess frá jarðstrengjum. Menn eru þó nokkuð sammála um áhrif háspennulína í lofti. Þær eru engum taldar hollar og lýti á umhverfinu að auki.

Haraldur Bjarnason, 21.7.2010 kl. 19:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér vitanlega hefur aldrei verið mælt og sannað að rafsegulsvið sé mengandi , þótt margt bendi til þess..

Óskar Þorkelsson, 22.7.2010 kl. 03:54

5 identicon

Hef aldrei heyrt um skaðleg áhrif frá jarðstrengjum, enda ætti jarðbindingin i jörðinni sjálfri að vera nóg til þess að koma í veg fyrir rafsvið frá þeim, en annað mál með háspennulínurnar.

En annars er ekkert sannað í þessum málum og það mætti kannski rannsaka þetta meira, en kannski að rafsvið hafi ekki svo slæm ahrif þar sem það hefur í raun ekki verið sannað svo öruggt sé.

Og þeir sem hafa verið að jarðbinda hús hjá fólki eins og brjálæðingar eru skottulæknar fyrir mér, reyna að koma í veg fyrir vandmál sem þeir þekkja ekki með vafasömum aðferðum fyrir mikinn pening.

Andri R (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband